- Advertisement -

Sameinumst um að fara ekki til Eyja

Ef flug­far­gjöld eru of há, þá eru þau of há fyr­ir alla.

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, skrifar grein í Moggann þar sem hann talar um mismunun, t.d. í vægi atkvæða í alþingiskosningum. Vilhjálmur bendir á fleiri dæmi um mismunun.

„Nú er verið að leggja síðustu hönd á smíði ferju til sigl­inga milli Vest­manna­eyja og meg­in­lands­ins. Þá ber svo við að það á að hafa sér­stök far­gjöld fyr­ir Vestmanneyinga. Auðvitað er það ekki nema eðli­legt að lands­menn og er­lend­ir ferðamenn sam­ein­ist í því að heim­sækja ekki Vest­manna­eyj­ar með þess­ari ferju þegar þeim er ætlað að standa und­ir „niður­greidd­um“ far­gjöld­um fyr­ir þá sem hafa póst­núm­er 900.

Á sama veg er ætl­un­in að hafa önn­ur og lægri flug­far­gjöld fyr­ir þá sem búa á lands­byggðinni en flug­far­gjöld þeirra, sem búa í þétt­býl­inu við Faxa­flóa. Auðvitað er svarið við því fyr­ir þétt­býlið að heim­sækja ekki lands­byggðina. Þá er alls rétt­læt­is gætt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef flug­far­gjöld eru of há, þá eru þau of há fyr­ir alla.

Mis­mun­un í verðlagn­ingu á þjóðveg­um er ein­ung­is hægt að rétt­læta vegna mis­mun­andi kostnaðar við inn­heimtu „þjón­ustu­gjalda“, en ekki á grund­velli bú­setu eða þjóðern­is. 30% af­slátt­ur fyr­ir út­valda kann að leiða til veru­legs álags fyr­ir aðra, ef veggjöld eru grund­völluð á „kostnaði“.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: