- Advertisement -

Samfélagið okkar var svipt sakleysi sínu / Það kemur aldrei aftur

Ragnar Önundarson.

„Nú blossa upp minningar um hrunið 2008. Ástæðan er sú að það var ekki gert almennilega upp. Saksóknarar höfðu ekki fjárföng til að afla sér aðstoðar endurskoðenda. Einhver stýrði því. Þeir fóru því stuttu leiðina, ákærðu brotamenn fyrir „umboðssvik“ (að bregðast starfsskyldum sínum). Menn hlutu dóma og álitshnekki, en ekki urðu til aðfararhæfar dómkröfur. Menn fengu að halda peningunum sem þeir höfðu dregið sér. Nú snúa menn aftur, búnir að afplána þann dóm sem þeir fengu, með peningana. Peningum fylgja áhrif og jafnvel völd. Samfélagið okkar var svipt sakleysi sínu. Því var fargað. Það kemur aldrei aftur,“ skrifar Ragnar Önundarson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: