- Advertisement -

Samfylkingin hefur endurreist Vilhjálm Þorsteinsson

Gunnar Smári skrifar:

Það er kannski merkilegast hér að Samfylkingin hefur endurreist Vilhjálm Þorsteinsson, sem sagði af sér sem gjaldkeri flokksins þegar í ljós kom að hann hafði nýtt sér skattaskjól í kjölfar Panamaskjalanna. Vilhjálmur er í heiðurssæti ásamt Ellert B. Schram, fyrrverandi þingmanni, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar, Sigríði Ingibjörg Ingadóttur, fyrrverandi alþingismanni, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Þetta er líklega yfirlýsing til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda um að Samfylkingin mun ekki raska neinu er snýr að völdum þeirra, auði, stöðu og friðhelgi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: