- Advertisement -

Samkeppniseftirlit flytjist til fyrirtækja

„Frum­varp­inu er ekki síst ætlað að upp­fylla lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gef­in voru í byrj­un apríl á liðnu ári í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana.“

Stjórnmál / „Í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi er lögð til sú breyt­ing að fyr­ir­tæk­in meti sjálf hvort skil­yrði fyr­ir und­anþágum séu upp­fyllt,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nýrri Moggagrein.

„Með þessu þurfa fyr­ir­tæk­in sjálf að bera ábyrgð á að ekki sé gengið gegn sam­keppn­is­lög­um að viðlagðri refsi­á­byrgð,“ skrifar hann.

Óli Björn er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: „Efna­hags- og viðskipta­nefnd hef­ur lokið um­fjöll­un um frum­varp til breyt­inga á sam­keppn­is­lög­um. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar legg­ur til nokkr­ar breyt­ing­ar og tel­ur rétt að Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi áfram heim­ild til íhlut­un­ar án brots. Að öðru leyti er frum­varpið í sam­ræmi við fyr­ir­heit um of­an­greind­ar breyt­ing­ar á sam­keppn­is­lög­un­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óli Björn tengir breytingar á samkeppniseftirliti við lífskjarasamninginn:

„Frum­varp­inu er ekki síst ætlað að upp­fylla lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gef­in voru í byrj­un apríl á liðnu ári í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana,“ skrifar hann.

…er óvíst um af­drif frum­varps­ins…

Óli Björn hefur efasemdir um framgang málsins:

„Þegar þetta er skrifað er óvíst um af­drif frum­varps­ins, en hluti stjórn­ar­and­stöðunn­ar leggst gegn fram­gangi þess og vill þar með koma í veg fyr­ir að staðið sé við gef­in fyr­ir­heit til stuðnings lífs­kjara­samn­ing­un­um. Mögu­leik­ar minni­hluta þings til að standa í vegi fyr­ir að vilji þing­meiri­hluta nái fram að ganga, eru nýtt­ir til hins ýtr­asta í samn­ingaviðræðum um þinglok.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: