- Advertisement -

Samkeppniseftirlitið vinnur sína vinnu

„Um leið sjáum við endurteknar tilraunir stjórnarmeirihlutans til þess að veikja samkeppnislöggjöf í landinu.“

Kristrún Frostadóttir.

Alþingi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um samráð skipafélaganna, Eimskip og Samskip, og skaðann sem skapaðist vegna þess.

„62 milljarðar er sá kostnaður sem féll á fyrirtæki og fólkið í landinu vegna samráðs tveggja stórfyrirtækja á árunum 2008–2013, — 62 milljarðar kr. á núvirði. Þetta kemur fram í frummati Analytica fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR. Til að setja þennan kostnað í eitthvert samhengi sem fólk getur skilið er áætlaður kostnaður við uppkaup á íbúðum Grindvíkinga um 61 milljarður kr., lægri upphæð en kostnaður af samráðinu á árunum eftir hrun. Eimskip játaði sök og Samskip fékk hæstu sekt í Íslandssögunni. Þetta er sögulegt mál,“ sagði Kristrún og bætti þessu við:

„En hvað hefur ríkisstjórnin gert til að bregðast við þessu samsæri gegn þjóðinni og til að koma í veg fyrir að leikurinn verði endurtekin? Ekkert, ekki neitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki beitt sér fyrir umræðu, ekki sýnt forystu og ekki tekið sér stöðu með almenningi og almennum fyrirtækjum í þessum málaflokki þrátt fyrir að sterkt samkeppniseftirlit hafi margsinnis sannað gildi sitt og komið í veg fyrir tugmilljarða tjón fyrir fólkið í landinu. Ríkisstjórnin hefur enga stefnu í þessu nema samdrátt í fjárveitingum til Samkeppniseftirlitsins. Framlögin hafa lækkað um 20% frá 2014 þegar umsvif í efnahagslífinu hafa aukist um 40%. Um leið sjáum við endurteknar tilraunir stjórnarmeirihlutans til þess að veikja samkeppnislöggjöf í landinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín svaraði:

„Ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir að taka upp þetta mikilvæga mál. Í raun er merkilegt hvað það hefur lítið verið rætt í þingsal því að mínu viti tel ég að þetta mál sýni að Samkeppniseftirlitið er svo sannarlega að vinna sína vinnu, að við erum með lög og reglur um samkeppni sem skipta máli. Þetta eru himinháar sektir sem þessi fyrirtæki fá. En ég ætla að taka undir með háttvirtum þingmanni að það skiptir máli að við hugsum um framhaldið því að þetta snýst ekki bara um samkeppnisréttinn, sem er mikilvægur, þetta snýst líka um hvernig skipulagður er innflutningur í landið, hvernig við högum þeim málum. Þá er ég að vísa til þess að í gegnum þessi tvö fyrirtæki fer auðvitað nánast allur innflutningur á vöru inn í landið og það skiptir máli að við veltum því fyrir okkur hvernig við getum opnað fyrir nýliðun þegar kemur að innflutningi í landinu.“

Í fjárlögum þessa árs er þrengt að Samkeppniseftirlitinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: