- Advertisement -

SDG: Endurmetum EES-samninginn

Stjórnmál „Ég er sammála þér um að við eigum ekki að taka þátt í svona aðgerðum blinandi, en það kallar á að við endurmetum hvernig við nálgumst þennan EES-samning. Það mun verða umdeilt mál. Ég held að við eigum í auknum mæli að leggja okkar eigið mat á hlutina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hann svaraði þar spurningu Heimis Karlssonar um að þátttöku okkar í viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Heimir spurði hvort viðð hefðum átt að hugsa út í afleiðingarnar í stað þess að taka þátt nánast blindandi.

Heimir spurði hvort enginn hafi séð fyrir hverjar afleiðingarnar kynnu að vera.

„Ég held að menn hafi ekki séð það fyrir að það land sem er í þessu í rauninni bara að nafninu til, við höfum aldrei flutt vopn til Rússlands, en þetta snýst um að banna vopnasölu og um bankareikninga nokkurra manna sem eiga ekki bankareikninga hér á landi eftir því sem ég best veit. Ég held að menn hafi ekki gert ráð fyrir að viðbrögð Rússlands myndu bitna alveg sérstaklega illa á því landi sem í raun lagði minnst til aðgerðanna. Það er að mínu mati mjög ósanngjarnt og ástæða fyrir því að við erum að reyna hvað við getum, í ráðuneytunum, með útflytjendum að bæta úr þessu.“

Þetta voru þá kannski mistök?

„Þetta er í samræmi við það sem Íslendingar hafa gert undanfarnin tuttugu ár.“

Í upphafi samtalsins um viðskiptaþvingarnir sagði forsætisráðherra að til dæmis; „…hafi Bandaríkjamenn, frá því þetta byrjaði, aukið útlutning til Rússlands. Þjóðverjar selja sína bíla og verkfæri og allt sitt dót til Rússlands sem aldrei fyrr. Og önnur Evrópuríki líka. Það voru mjög afmarkaðar viðskiptaþvinganir settar á og þar fylgdi Ísland, með vísan til EES-samningsins, einsog við höfum gert í tugum, eflaust meira en hundrað, sambærilegum aðgerðum á undanförnum tuttugu árum. Munurinn er bara sá að í þessu tilviki var um að ræða land sem við eigum í verulegum viðskiptum við. Gagnaðgerðir Rússa bitnuðu alveg sérstaklega illa á Íslendingum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: