- Advertisement -

Seðlabankastjóri hótar verkafólki – blandar sér í kjaradeilu

Már er embættismaður og á ekki að blanda sér í pólitík.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sagði í gærdag, að ef kæmi til kauphækkana og verkfalla mundi það valda verulegum skaða fyrir efnahagslífið. Hann sagði, að Seðlabankinn yrði þá að hækka stýrivexti!

Með þessum ummælum sínum endurtekur bankastjórinn hótanir sínar frá árinu 2015 en þá sagði hann, að ef launahækkanir þær, sem farið var fram á, næðu fram að ganga mundi skella á óðaverðbólga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kröfurnar náðu fram að ganga 2015 en það kom engin óðaverðbólga! En hótunin var borin fram og hún er borin fram á ný nú.

Ég tel, að Seðlabankastjóri hafi ekkert leyfi til þess að hafa í hótunum við verkafólk. Hann er ekki í pólitík, þó hann hafi verið Alþýðubandalagsmaður og sé kannski VG maður í dag.

Hann er embættismaður og á ekki að blanda sér í pólitík. Hann er kominn út fyrir sitt verksvið.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fordæmdi ummæli seðlabankastjóra harðlega. Hún sagði, að verkafólk mundi ekki hvika frá kröfum sínum. Þær mundu ekki ógna efnahagslífinu. Seðlabankastjóri væri á mjög háum launum en verkafólk væri að fara fram á 425 þús. fyrir skatt á 3 árum. Verkafólk ætlaði ekki að selja vinnu sína áfram á útsöluverði ( eldri ummæli). Ég styð kröfur verkalýðshreyfingarinnar og tel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að hækka sambærilega.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: