- Advertisement -

Seðlabankinn á barmi gjaldþrots

- hagfræðingur segir þetta og spyr hvort öllum standi á sama. Bjarni Benediktsson sagði ekki orð, um stöðuna.

Enn er fjallað um Seðlabanka Íslands. Nú er það ekki vegna málarekstrar og gjaldeyriseftirlits. Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, skrifar í Morgunblaðið í dag. Hann skrifar um þá staðreynd að Seðlabankinn tapaði 114 milljörðum í fyrra, vegna gjaldeyrisvaraforða bankans.

„Það eru auðvitað stórtíðindi, að ein helsta stoð íslensks fjármálakerfis rambi í raun á barmi gjaldþrots samkvæmt öllum venjulegum mælikvörðum um efnahag fyrirtækja og stofnana. Af einhverjum ástæðum hefur hins vegar verið furðu hljótt um þessi afglöp bankans. Forsætisráðherra minntist ekki einu orði á þessa alvarlegu stöðu á ársfundinum og seðlabankastjóri skautar yfir hana af léttúð,“ skrifar Heiðar.

Gerir ekkert til?

Hreiðar segir að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi sagt að tap bankans af stöðu sinni í erlendum gjaldmiðlum skipti ekki máli, enda ætti hann jafn margar evrur hvað sem liði gengi íslensku krónunnar

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fólk getur velt því fyrir sér til samanburðar hvað því þætti ef fjárfestir sem keypti hlutabréf í Icelandair á genginu 38 á síðasta ári, segði nú þegar gengið er 13, að það skipti ekki máli, því hann ætti jafn mörg bréf í félaginu og áður.“

Er öllum sama?

Heiðar skrifar um að lög um Seðlabanka Íslands frá 2001 kveði á um að hann skuli gæta að stöðugleika fjármálakerfisins. „Hvernig getur banki sem tapar öllu sínu eigin fé sinnt því hlutverki? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út rit sem fjalla um seðlabanka sem tapa öllu sínu eigin fé og hvernig slík óstjórn bitnar á trúverðugleika hagkerfa og þar með almenningi.“

Heiðar minnist á Bjarna Benediktsson. „Forsætisráðherra minntist ekki einu orði á þessa alvarlegu stöðu á ársfundinum og seðlabankastjóri skautar yfir hana af léttúð.“

Og svo er spurt: „Hver er eiginlega stefna Seðlabanka Íslands að þessu leyti? Af hverju er þetta ekkert rætt? Er öllum bara alveg sama?“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: