- Advertisement -

Segir Bjarni ósatt eða hvað hrjáir hann?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Þau tvö eru valdamesta fólk landsins. Milli þeirra varð fáránlegt mínútustríð. Klukkan hvað þetta og hitt. Bjarna var misboðið í Alþingi í dag þegar gengið var á hann þetta.“

Engum duldist að milli Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur var ágreiningur eftir að Bjarni ákvað að atkvæði Íslands á fundi í Sameinuðu þjóðunum yrði ekki notað til að áskorunar um vopnahlé í Palestínu.

Ágreiningur þeirra var eftirtektarverður. Jafnvel spaugilegur. Þau tvö eru valdamesta fólk landsins. Milli þeirra varð fáránlegt mínútustríð. Klukkan hvað þetta og hitt. Bjarna var misboðið í Alþingi í dag þegar gengið var á hann þetta.

„Ég vil byrja á því að segja að það er allt of djúpt í árinni tekið og bara beinlínis rangt að sú afstaða sem birtist hjá forsætisráðherra og þingflokki Vinstri grænna sé í andstöðu við þá utanríkisstefnu sem Ísland kynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það sem máli skiptir hér er þá að gera grein fyrir því með hvaða hætti Ísland gerði grein fyrir sínu atkvæði á allsherjarþinginu,“ sagði Bjarni þegar hann svaraði Kristrúnu Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kristrún spurði: „Ef utanríkisráðherra segir eitt en forsætisráðherra annað, hvort gildir? Hvort gildir utanríkisstefna utanríkisráðherrans eða það sem höfuð ríkisstjórnarinnar segir í kjölfarið þegar hún lýsir opinberri andstöðu við ákvörðun utanríkisráðherra?“

„Ég bara kannast ekki við að það sé ágreiningur um utanríkisstefnu Íslands þó að það komi mér ekkert á óvart að menn sjái einhver pólitísk sóknarfæri í því að halda því fram,“ sagði Bjarni. Kannski er hann eini maðurinn á landinu sem tók eftir ágreiningi sínum og Katrínar, og þingflokks Vinstri grænna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: