- Advertisement -

Segir óviðunandi, en hefur ekkert gert

Þessi þróun sem hef­ur verið síðustu ár er al­veg óviðun­andi.

Landakaup erlendra auðmanna eru og hafa verið í algleymi. Af því tilefni hringdi Mogginn í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins. Ekkert er ýkt þegar sagt er að hann lýsi yfir einstökum rolugangi valdstjórnarinnar í samtalinu við Moggann:

„Þessi þróun sem hef­ur verið síðustu ár er al­veg óviðun­andi. Þess vegna hafa stjórn­völd verið með það til skoðunar hvaða leiðir séu fær­ar til að hafa þetta um­hverfi með eðli­legri hætti og lík­ara því sem við þekkj­um bæði í Nor­egi og Dan­mörku,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður um jarðakaup er­lendra aðila eins og þau sem fjallað var um í Morg­un­blaðinu í fyrra­dag. Þar kom fram að Fljóta­bakki ehf., ís­lenskt dótt­ur­fé­lag banda­ríska ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Eleven Experience, hefði keypt jörðina Atl­astaði í Svarfaðar­dal.“

Sigurður Ingi segir þetta óviðunandi. Og hvað?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fengu tillögur fyrir tíu mánuðum.

Úr Mogganum: „Seg­ir Sig­urður að sú vinna sem sé í gangi á veg­um stjórn­valda sé í tengsl­um við til­lög­ur starfs­hóps, sem skipaður var til að end­ur­skoða lög um eign­ar­hald á bújörðum, sem birt­ar voru í lok sept­em­ber í fyrra. Í skýrslu starfs­hóps­ins komu m.a. fram til­lög­ur um að skil­yrði yrðu sett um að eig­end­ur jarða byggju sjálf­ir á jörðinni og að er­lend­ir eig­end­ur þyrftu að hafa þar lög­heim­ili.“

Þetta er makalaust. Rétt tæpt eitt ár frá því valdstjórnin fékk tillögurnar og hefur fátt, eða ekkert, gert síðan nema hneykslast af og til.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: