- Advertisement -

Segir ríkisstjórnina gæta hagsmuna erlendra bænda

Njáll Trausti Friðbertsson: „Aðeins að tímalínunni í þessu máli. Þann 6. apríl 2024 þá taka lögin um breytingar á búvörulögum gildi. Í júní, júlí hefur Kaupfélag Skagfirðinga aðgerðir á grundvelli laganna, m.a. með samruna kjötafurðastöðva. 18. nóvember í fyrra fellur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um að lögin stangist á við stjórnarskrá þar sem þau hafi ekki hlotið þrjár umræður á Alþingi. Þann 19. nóvember 2024 sendi Samkeppniseftirlitið bréf á kjötafurðastöðvar og samtök þeirra þar sem m.a. er beint til þeirra að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem stofnast hefur til á grundvelli laganna frá 6. apríl 2024. Á þessu ári, 2025, 18. febrúar, þá leggur hæstvirtur atvinnuvegaráðherra fram frumvarp um afnám laganna frá 6. apríl 2024 og við væntum þess að eftir um mánuð, í apríl komandi, muni Hæstiréttur fella dóm sinn.“

Njáll Trausti hamast gegn ömurlegri lagabreytingu þar sem breytt samkeppnislög leyfðu samruna vinnslustöðva í landbúnaði. Niðurstaða þingmannsins er sérstök:

„Það má alveg taka þetta enn þá lengra. Með því að fella þetta einhliða niður með þessum hætti og vera ekki komin með neinar niðurstöður um hvernig eigi að leysa málin í staðinn, er ríkisstjórnin að staðfesta stefnu sína um að henni sé meira umhugað um hagsmuni erlendra bænda og innlendra heildsala. Þetta er bara hin einfalda mynd sem við erum að fást við.“

Njáll Trausti hélt áfram:

„…að keppa með hendur bundnar fyrir aftan bak.“

„Við höfum rætt hér í þinginu undanfarnar vikur töluvert um fæðuöryggi og hversu stór þáttur það er orðið í dag. Það hafa orðið miklar breytingar í þeirri umræðu. Hver einasta þjóð í Evrópu og í hinum vestræna heimi og hvert sem litið er leggur gríðarlega áherslu á í dag að tryggja sitt eigið fæðuöryggi. Það skilja allar þjóðir, sérstaklega á þeim tímum sem við upplifum þessa dagana. Það er mikilvægt að sá skilningur sé líka til staðar hjá íslenskum stjórnvöldum.

Hér er um að ræða gríðarlega stórt byggðamál fyrir byggðirnar og sérstaklega í hinum dreifbýlu sveitum. Það er bara þannig að ég veit ekki hvernig það hefði farið allt saman á undanförum árum ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til víða. Bara í mínu kjördæmi eru gríðarlegir hagsmunir af þessu máli og því sem við erum að fást við hér, það hleypur á tugum milljarða í stóra samhengi hlutanna. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við tökumst á við þetta af réttlæti og einhverri yfirvegun og að heildarmyndin sé skýr, hvernig við ættum að fara með þessi mál á næstu árum og áratugum þannig að við tryggjum innlenda matvælaframleiðslu í landinu.“

Að lokum þessi tilvitnun í ræðu Njáls Trausta: „Það sem er lykilatriði hér og við þurfum að hafa í huga, er: Ætlum við að koma því þannig fyrir að íslenskum landbúnaði sé ætlað að keppa með hendur bundnar fyrir aftan bak eða ætlum við að búa til umhverfi sem eitthvert réttlæti er í og láta sömu forsendur gilda hér á landi eins og annars staðar í Evrópu?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: