- Advertisement -

Segist hafa bjargað Framsóknarflokki frá því að verða það sem Miðflokkurinn er

Stjórnmál Flest okkar, ef ekki öll, munum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson bauð sig fram til formennsku í Framsókn, á móti þá sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þá sló í brýnu milli þeirra. Spyrjum Sigurð Inga um það sem gerðist og hvernig samkomulag þeirra er í dag.

Talist þið við í dag?

„Já, við gerum það. Við vorum báðir í ferð til Póllands og Litháen fyrir skömmu, enda sitjum við báðir í utanríkismálanefnd Alþingis. Svo auðvitað gerum við það. Þetta var erfiður tími.“

Hvað þá helst?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknar og nú formaður Miðflokks.

„Ég vildi ekki að Framsóknarflokkurinn myndi þróast í þá átt sem Miðfolkkurinn hefur farið,“ svarar Sigurður Ingi.

Sástu hættu á því?

„Já, það var ástæðan fyrir að ég bauð mig fram til formanns.“

„Sigmundur Davíð hefur margsagt að þú hafir lofað sér að gera það ekki?

„Ég nenni ekki í þá sögu. Hún er ekki alveg sönn.“

„Það má segja að frá 2013 til 2024 vorum við í ríkisstjórn, ef lítum framhjá skrýtnu ríkisstjórninni sem dugði í átta mánuði. Þetta hefur verið einhver mesti uppbyggingaáratugur lýðveldissögunnar. Lífskjör hafa vaxið hvað mest, þjóðinni fjölgað gríðarlega. Því hafa fylgt allskonar áskoranir. Fylgi Framsóknarflokksins hefur á þessum tíma farið upp og niður.

2016 var erftitt ár. Þáverandi formaður átti í Wintris-málinu. Um haustið bíð ég mig fram til formanns. Þá var spurningin hvort við ættum að halda áfram með Framsóknarflokkinn eins og við þekkjum hann í dag eða hvort hann ætti að breytast í það sem Miðflokkurinn er í dag.

Þetta voru erfiðara kosningar. Miðflokkurinn var stofnaður til höfuðs okkur. Flokkarnir eru mjög ólíkir í dag. Miðflokkurinn er hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, en við höfum haldið okkar línu.

Ég ætla að halda því fram, Sigurjón, að það sé hljómgrunnur fyrir stefnu hófsams miðjuflokks  eins og Framsóknar, sem er róttækur umbótaflokkur sem byggist afstöðu sína á að það sé atvinna fyrir alla og verðmætasköpun sem við síðan notum til að byggja undir velferðina. Byggjum á samvinnu um að allir búi við jafnrétti hvar sem þeir búa. Ég ætla að halda því fram að stefna slíks flokks eigi hljómgrunn.“

sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: