- Advertisement -

Áskorun: Sendið Svandísi tölvupósta

Vigfús Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs, skrifar:

„Atvinnu sem þetta þjóðfélag byggði á um aldir en hefur verið hrifsuð frá okkur og með því lagt heilu byggðarlögin í rúst og afkomu þúsunda fjölskyldna og byggðarlaga.“

Sælir félagar, hvet ykkur til þess að setjast við tölvurnar og senda sjávarútvegsráðherra tölvupóst, hver og einn og lýsa áhyggjum ykkar á framferði stjórnvalda í málum trillusjómanna og hvernig sífellt er valtað yfir okkur hér á landi og fjölskyldur okkar.

Það sem við höfum verið að biðja um er sanngjörn krafa um mannsæmandi tækifæri til þess að stunda hér trilluútgerðir allt í kringum landið og skapa hér um leið dreifða atvinnu allt í kringum landið okkur öllum og samfélaginu til heilla.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Krafa sem ætti að vera auðfengin ef það væri almannahagur sem ræður ríkjum hjá þeim sem hér fara með valdið. Atvinnu sem þetta þjóðfélag byggði á um aldir en hefur verið hrifsuð frá okkur og með því lagt heilu byggðarlögin í rúst og afkomu þúsunda fjölskyldna og byggðarlaga.

Við erum fiskveiðiþjóð og tækifærin fyrir íbúa slíkrar þjóðar liggja rétt fyrir utan hafnarkjaftinn í þorpum okkar allt í kringum landið og á meðan liggja bátar okkar bundnir við bryggju. Við sem trillusjómenn þurfum að geta staðið undir okkur og fjölskyldum okkar og skerðingar á því sem ekki var nóg til þess eru ekki sanngjarnar. Minnsta mögulega sanngjarna tækifæri fyrir okkur er að fá að veiða okkar 48 daga ár hvert. Annað er bara valdníðsla á fólkinu í landinu.

Á meðan traðkað er á okkur hefur alltaf allt virst auðfengið fyrir stórútgerðina hér á landi. Sama hvað er, meiri segja líka að þurfa ekki að fara að lögum. Þetta er einfaldlega ekki fólkinu í landinu bjóðandi. Fólkið í landinu á betra skilið en þetta. Við þurfum samfélagsbreytingar hér á landi til að gera íslenskan sjávarútveg sanngjarnan fyrir fólkið í landinu svo það fái að njóta sanngjarns aðgengis í fiskveiðiauðlind okkar sem við jú sannarlega eigum saman. Samfélagsbreytingar nást ekki nema að við berjumst fyrir þeim. Bið ykkur um að vera málefnalega í skrifum ykkar til ráðherra og tala frá hjartanu. Endilega setjið fleiri þingmenn í cc í póstinum svo hann fari víða. Póstfangið hennar er svandiss@althingi.is


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: