- Advertisement -

Siðlausar brauðmolakenningar

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Kenningin að baki ákvörðun meirihlutans í Reykjavíkurborg að leggja alla áherslu á uppbyggingu dýrra íbúða var að ríka fólkið myndi kaupa dýru íbúðirnar, síðan myndi næst ríkasta fólkið kaupa íbúðirnar sem ríka fólkið seldi, síðan myndi þriðja ríkasta fólkið kaupa íbúðirnar sem næst ríkasta fólkið seldi og svo eftir dúk og disk myndu losna íbúðir sem fólk á venjulegum launum réði við að kaupa og svo einhvern tímann í víddum framtíðar myndi losna kytra, illa farin af rakaskemmdum og myglu, sem fólk á lágmarkslaunum gæti leigt fyrir tvo þriðju af ráðstöfunarfé sínu.

Þetta var draumsýn meirihlutans.

Þetta var draumsýn meirihlutans, en því miður … svona brauðmolakenningar virka ekki. Fyrir utan að þær eru siðlausar. Það er skylda sveitarfélaga að byggja íbúðarhúsnæði fyrir fólk sem líður fyrir húsnæðiskreppuna. Það vantaði ekki dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk. Það vantaði ódýrar íbúðir fyrir venjulegt fólk. Í stað þess að leggja út í einhverja brauðmola-mýri með lóðabröskurum, verktökum og spákaupmönnum áttu borgaryfirvöld að byggja yfir fólkið sem var (og er enn) í húsnæðisvanda.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: