- Advertisement -

Sigmundur Davíð og Ragnheiður Elín

ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra verða meðal þeirra ráðherra sem verða til svara í óundirbúnu fyrirspurnum á Alþingi á morgun. Víst er að þingmenn vilji spyrja þau um búvörusamning og vanræðagang ferðamála.

Auk þeirra verða til svara Sigrún Magnúsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson.

„Það er búið að undirrita þessa samninga og málið er frá,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við Morgunblaðið í dag um nýgerðan búvörusamning. Reikna má með að ekki séu allir þingmenn honum sammála.

Eftir úrskurðinn snéri Kristján Snorri sér til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, sem sneri við ákvörðun Ríkisskattstjóra. Á síðu Útvarps Sögu segir að ekki hafi náðst í Kristján Snorra við vinnslu fréttarinnar, „... en hann er staddur á HM í Brasilíu.“
Þú gætir haft áhuga á þessum

Framtaksleysi stjórnvalda við uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu sem varðar öryggismál beint og óbeint vekur furðu í ljósi þess að árum saman hefur það blasað við að fjölgun ferðamanna yrði gríðarmikil. Ekkert að heitið getur hefur verið gert til að stýra umferð og bæta aðgengi ferðamanna að áfangastöðum – og öryggismál séu þess vegna sérstakt áhyggjuefni. Þetta hefur Fréttablaðið í dag eftir Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, og fyrrum forstöðumanni rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar.

Edward segir að búast megi við tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins árið 2017. Fjölgun ferðafólks sé beintengd miklum vexti alþjóðlegra flugsamgangna sem ekki sjái fyrir endann á, og með vexti flugsins verði alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað.

„Á sama tíma og fjölgunin hefur blasað við höfum við ekki gripið til neinna ráðstafana til að stýra umferð og aðgengi ferðafólks að áfangastöðum. Umferð ferðafólks er stýrt með því að ákveða hvernig aðgengi er háttað. Til dæmis þurfum við að skilgreina hvaða svæði við viljum að taki við miklum fjölda og byggja upp samsvarandi innviði þar. Á sama hátt verðum við að ákveða líka hvaða svæði við viljum vernda og hvernig við stýrum aðgengi að þeim,“ segir Edward í Fréttablaðinu í dag og bætir við að þannig verði gæði upplifunar hvers og eins tryggð, og staðurinn verndaður fyrir skemmdum og öryggi ferðafólks margeflt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: