- Advertisement -

Sitthvað er bóndi og bílaleiga

Sigurjón Magnús Egilsson:

Bílaleigurnar fengu milljarðinn bara sísona. Eflaust var hann vel þeginn. Enda munar um minna en milljarð. Arðgreiðslurnar hækkuðu drjúgt.

Bændur eiga í erfiðleikum. Það er nánast hvar er borið niður, tekjur bænda duga ekki fyrir afborgunum, ekki fyrir endurnýja þar sem þess þarf, ekki fyrir launum til bænda. Margir bændur sjá enga framtíð, að óbreyttu. Þeir hafa bankað upp á hjá ríkisvaldinu, Án árangurs.

Sem er nokkuð merkilegt. Ekki síst í ljósi þess sem gerst hefur. Fyrr á þessu ári fengu bílaleigur heilan milljarð úr ríkissjóði. Án þess að hafa leitað eftir opinberum styrkjum. Bílaleigurnar fengu milljarðinn bara sísona. Eflaust var hann vel þeginn. Enda munar um minna en milljarð. Arðgreiðslurnar hækkuðu drjúgt.

Vanmátt stjórnvalda í efnahagsmálum er hreint ómögulegur. Eflaust á okkur að bera enn meira af leið. Kannski í næsta skurð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta eru réttmæta ábendingar.

Bændur keppa við innfluttar vörur. Hér er búið að breyta lögum um velferð dýra. Svínabændur hafa stækkað stíur í svínahúsum. Eggjabændur hafa aflagt hin þröngu búr sem hænsnin voru í. Allt kostar þetta.

Ekki vitum við um hvernig var búið að dýrunum í öðrum löndum. Við vitum það ekki. Bændur spyrja samt, er hægt að fá svar við þessu? Eru upprunavottorð örugglega rétt? Þetta eru réttmæta ábendingar.

Landbúnaður hér á í vök að verjast. Að óbreyttu endar þetta með stórum hvelli. Og sárum. Halda mætti að bændur gætu stólað á flokkana sem manna ríkisstjórnina. Ætli ríkisstjórnin kveljist ekki undan eigin vangetu. Og það í flestum málum. Það er ógott.

Í augum ráðherranna er sitthvað bóndi og bílaleiga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: