- Advertisement -

Skattarnir: Blaut tuska í andlit verkafólks

Nú er deilan í enn meiri hnút en áður. Næst er að slíta viðræðunum.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Ríkisstjórnin lagði skattatillögur sínar fyrir forustu Alþýðusambandsins í ráðherrahústaðnum í gær. Tillögurnar voru eins og blaut tuska í andlit verkafólks. Það var ekkert gagn í tillögunum. Þær voru hrein móðgun við verkafólk. Vilhjálmi Birgissyni, varaforseta ASÍ, varð svo mikið um tillögurnar, að hann rauk á dyr út á fundinum. Með því sýndi hann vanþóknun sína á tillögunum.

Verkalýðsfélögin settu traust sitt á skattatillögur ríkisstjórnarinnar, töldu að þær gætu stuðlað að lausn kjaradeilunnar. En það er þveröfugt. Eftir að þær komu fram er 
deilan í enn meiri hnút en áður. Ekki verður séð efir að þær komu fram, að neitt sé fram undan annað en að slíta viðræðunum við atvinnurekendur hjá sáttasemjara og að fara að undirbúa aðgerðir. Eins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í gær er ekki útlit fyrir að atvinnurekendur hækki tilboð sitt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skattatilboð ríkisstjórnarinnar þýðir 6.760 kr. lækkun skatta á tekjum undir 900 þús. kr. á mánuði. Þetta er alger hungurlús og breytir litlu sem engu. KJ var búin að tala um að það væri einhver ósköp í pípunum í félagsmálapökkum en í ljós kemur, að það er ekkert sem skiptir máli. Sólveig Anna segist hafa vonast til, að skattalækkunin yrði a.m.k. 20 þús. á mánuði.

En þá er hún aðeins 6.700 kr. á mánuði. Þessa hungurlús bjóða þeir sem velta sér í háum launum og hlunnindum; hafa 1,8- 2 millj. kr. í mánaðarlaun og svo mikil hlunnindi að þeir þurfa sjaldan að taka upp veskið. Ríkið (við skattgreiðendur) borgar nær allt fyrir þá. Húsnæðistillögurnar eru aðeins óskalisti enn sem enginn veit hvort verða að aðgerðum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: