- Advertisement -

Skipulagt stríð gegn hjúkrunarheimilum

„Þetta stríð rík­is­stjórn­ar­inn­ar við hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins á sér sögu. Þráður­inn birt­ist að ein­hverju leyti í heil­brigðis­stefnu stjórn­valda sem samþykkt var vorið 2019,“ segir í nýrri Moggagrein Hönnu Katrínar Friðriksson, þingflokksformanns Viðreisnar.

„Staðreynd­in er sú að í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar hef­ur rekstr­ar­fjármagn til hjúkr­un­ar­heim­ila verið mark­visst skert og eng­in teikn eru á lofti um breyt­ing­ar þar á,“ skrifar Hanna Katrín.

„Staðan var því orðin slæm, en lengi get­ur vont versnað. Hjúkr­un­ar­heim­il­in tak­ast nú á við þriðju bylgju Covid-far­ald­urs­ins, löskuð og sum jafn­vel kom­in fjár­hags­lega að fót­um fram. Stjórn­end­ur og starfs­fólk hafa unnið þrek­virki í erfiðum aðstæðum. Fyr­ir utan mikið álag hafa heim­il­in eðli­lega staðið frammi fyr­ir aukn­um kostnaði vegna ým­issa nauðsyn­legra ráðstaf­ana. Þann viðbót­ar­kostnað hafa stjórn­völd neitað að greiða. Þar á bæ kviknaði reynd­ar sú snilld­ar­hug­mynd að spara á aðstæðunum með því að halda eft­ir greiðslum til hjúkr­un­ar­heim­il­anna sem nem­ur þeim rúm­um sem haldið var auðum vegna sóttvarnaráðstafana og til að geta brugðist við með hraði þyrfti að opna sér­stak­ar Covid-ein­ing­ar inni á heim­il­un­um.“

„Þessi svelti­stefna veld­ur því að hjúkr­un­ar­heim­il­in neyðast til að draga úr þjón­ustu við heim­il­is­fólk. Það er ein­fald­lega þyngra en tár­um taki. Og fyr­ir þá sem hafa áhuga á því hvernig stjórn­völd fara með skatt­fé al­menn­ings, má minna á að dvöl ein­stak­lings sem ekki er hægt að út­skrifa af Land­spít­ala vegna skorts á úrræðum kost­ar að minnsta kosti um 70.000 kr. á sól­ar­hring. Land­spít­al­inn rek­ur svo biðdeild á Víf­ils­stöðum þar sem ríkið greiðir sjálfu sér 52.000 kr. á sól­ar­hring fyr­ir þjón­ustu og aðstæður sem eru mun lak­ari en þær sem fólki býðst á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Fyr­ir sól­ar­hring á hjúkr­un­ar­heim­il­um greiðir ríkið hins veg­ar 38.000 kr. sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við rekstr­araðila,“ skrifar Hanna Katrín.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: