- Advertisement -

Skúli skemmtir sér með Icelandair

„Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air í Morgunblaðinu í dag, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust.

Skúli kann að nota þau tækifæri sem bjóðast. Þarna lætur hann í það skýna að WOW air geri meiri kröfur um hæfi flugmanna en Icelandair. Sem kunnugt er hefur Icelandair sagt upp 115 flugmönnum. Að auki verða sjötíu flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns.

Í Morgunblaðinu segist Skúli Mogensen taka glaður við flugmönnunum og segir að vissulega séu einhverjar árstíðasveiflur hjá Wow air. „Við höfum reynt að halda í okkar fólk og byggja upp til langs tíma. Höfum haldið úti eins mikilli áætlun og við getum, einnig yfir vetrartímann til að draga úr sveiflum,“ segir hann.

Skúli notar tækifærið, af vanda félagsins sem hann keppir við, til að koma því að að Wow air byggist hratt upp. Hann reiknar með að umfang félagsins tvöfaldist á næstu tveimur árum og starfsmannafjöldinn muni fylgja því. Wow air er nú með um 1.100 starfsmenn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: