- Advertisement -

Skýr birtingarmynd sjúkrar stjórnsýslu

Þór Saari skrifar:

Því miður er Lilja Alfreðsdóttir og þetta mál hennar birtingarmynd alls þess versta sem að er í íslenskri stjórnsýslu. Hér minnist hún ekki orði á þá óþægilegu staðreynd að hún skipaði „hæfnisnefndina“ og að formaður hennar var innmúraður framsóknarmaður og það var einmitt til þess að vera viss um að annar innmúraður framsóknarmaður, Páll Magnússon, fengi stöðuna. Sami maður (formaður hæfnisnefndarinnar) hafði þegið á annan tug milljóna frá ráðuneyti hennar. Hún reynir líka að beina málinu annað með því að draga forsætisráðuneytið og kúlulánadrottninguna Þorgerði Katrínu inn í málið og hún fer líka í fórnarlambshlutverkið. Þetta mál og Lilja sjálf eru eins og svo margt annað sem sitjandi ríkisstjórn gerir, skýr birtingarmynd sjúkrar stjórnsýslu og stjórnskipunar Fjórflokksins og þess andverðleikasamfélags sem þar ræður ríkjum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: