- Advertisement -

Snýst um Svandísi og sjávarútveginn

Mesta spennan varðandi framhald ríkisstjórnarinnar er um Svandísi og sjávarútveginn.

-sme

Byrjum á Mogganum í dag. Þar er rætt um uppstokkun á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna:

„Ef til þess kem­ur eru bæði Fram­sókn­ar­menn og Sjálf­stæðis­menn sagðir fylgj­andi því að mat­vælaráðuneytið hverfi frá Vinstri græn­um, enda er mik­il gremja í gangi yfir fram­göngu Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra, ekki síst meðal Sjálf­stæðismanna. Mögu­legt er að Svandís fái á sig ákúr­ur frá umboðsmanni Alþing­is vegna fram­göngu sinn­ar í hval­veiðimál­inu og verði tæp­ast vært í ráðuneyt­inu eft­ir það. Það mun þó vart leiða til þess að Vinstri græn­ir missi spón úr aski sín­um. Þyrfti því að skjóta öðrum ráðherra­stól und­ir Svandísi. Það myndi aft­ur á móti kalla á upp­stokk­un ráðuneyta á milli stjórn­ar­flokk­anna.“

Gat verið. Öllu er fórnandi til að koma í veg fyrir breytingar á umhverfi sjávarútvegsins. Hverju ætlar Katrín að svara? Stendur hún gegn Bjarna og Sigurði Inga? Slær í borð og segist slíta stjórninni gefi þeir ekki kröfuna eftir? Nei, Svandís er líklegri til að hætta sem ráðherra gangi vilji D og B eftir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef fer sem horfir er Vinstri grænum ætlað að éta meiri kúk. Stærri skammt en nokkru sinni áður. Óburðugt er þetta. Einkum Sjálfstæðisflokki er ætlað að verja óbreytta stjórn fiskveiða. Við sjáum á uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja hversu hagsmunirnir eru miklir. Tröllvaxnir.

Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á hagsmunagæslu við sjávarútvegsins, fyrst og fremst. Mesta spennan varðandi framhald ríkisstjórnarinnar er um Svandísi og sjávarútveginn.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: