- Advertisement -

Sósíalistar eru ekki fyrirmenni

Mikið er það rétt hjá Davíð að sósíalistar eiga ekkert með það að gera, algjörlega ekkert, að bjóða sig fram til stjórnar félags eldri borgara. Sætin eru –ll upptekin fyrir viðurkennd „fyrirmenni“. Sósíalistar eru ekki fyrirmenni. Hvorki innan né utan gæsalappa.

Er ekki komið nóg. Jafnvel meira en nóg. Utangarðsfólkið hefur Sönnu í borgarstjórn. Nú vilja þau meira. Frekjan er að drepa þetta utangarðsfólk í stjórnmálunum.

Davíð, okkar maður í samfélagslegri greiningu, er þeirrar skoðunar að sósíalistar beri fulla ábyrgð á að laun lægst settu kvenna hafi hækkað.

„…verk­falls­átök­um sem átt hafa stór­an þátt í að ýta efna­hags­líf­inu fram á ystu brún.“

Davíð bendir á að með verkfalli Eflingar hafi hættan blasið við: „…verk­falls­átök­um sem átt hafa stór­an þátt í að ýta efna­hags­líf­inu fram á ystu brún.“

Og þau ætla nú að hafa skoðun og jafnvel áhrif á félagsskap eldra fólks. Veit þetta fólk ekki að þar eru margir félagar í Sjálfstæðisflokknum.

Mikið er skiljanlegt að Davíð eigi erfitt með að hemja sig á lyklaborðinu. Sósíalistar ganga allt of langt. Það verður að verjast.

Davíð bendir á mestu hættuna: „En þá ber svo við að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn send­ir nokkra menn í fram­boð í Fé­lagi eldri borg­ara, þar með tal­inn Hauk Arnþórs­son, sem sit­ur í fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins með Gunn­ari Smára.“

Halda mætti að Davíð hafi tæmt byssuna. Nei, ekki hann Davíð:

„Og þó að Hauk­ur og fjór­ir aðrir fé­lag­ar Sósí­al­ista­flokks­ins bjóði sig fram í formann og stjórn Fé­lags eldri borg­ara, þá telja þau það al­veg ótengt Sósí­al­ista­flokkn­um og hreina til­vilj­un að þau bjóði sig öll fram nú. Það hef­ur auðvitað ekk­ert með það að gera að Gunn­ar Smári vill efna til illinda meðal eldri borg­ara líkt og á vinnu­markaði.“

Þetta skrifar sá sem þekkir leikinn betur en nokkur annar. Eflaust veit hann að sjálfstæðismaðurinn sem er í framboði, líkt og Haukur, er gerður út af flokknum. Flokkurinn vill sitt og hingað til hefur flokkurinn fengið sitt. Svo kemur utangarðsfólk í stjórnmálunum og vill skemma leikinn. Hingað og ekki lengra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: