- Advertisement -

Sósíalistar taka afgerandi forystu

Sósíalistaflokkurinn nýtur ekki einungis mests fylgis nýrra flokka, þar sem hann hefur tekið afgerandi forystu, heldur fær hann meira fylgi en tveir starfandi stjórnmálaflokkar, Framsókn og Flokkur fólksins.

Þetta hlýtur að teljast sérstakt þar sem enginn frambjóðendanna er þekkt persóna. Leiðin fyrir óþekkt fólk er lengri en hinna. Því er staða þessa nýja flokks eftirtektarverð. Frambjóðendurnir eru ekki bara óþekktir, þeir eru öðruvísi en flestir aðrir frambjóðendur.

Framboðinu fylgir ferskleiki sem hefur sett meiri svip á kosningabaráttuna en önnur framboð. Aðrir brúka sumt það sem sósílalistar hafa lagt fram. Trúlega er sósíalistum best treystandi til að fylgja eigin hugsun eftir.

Oddviti flokksins í Reykjavík, Sanna Magdalena Mörtudóttir, er yngsti oddviti framboðanna í borginni.

Baráttan er í sjálfu sér óréttlát. Starfandi flokkar hafa mikið fleiri og betri tækifæri og meiri peninga en nýju framboðin. Svo ekki sé talað um stöðu borgarstjórans. Það er orðið pínlegt að sjá daglegar fréttir af honum að skrifa undir milljarða útgjöld hér og þar.

Frambjóðendur Sósíalistaflokksins eru af öðru sauðahúsi. Bakgrunnur þeirra er allt annar en flestra annarra. Þau þekkja þrengingar af eigin raun. Þau hafa reynt það sem þau tala um að verði að laga.

Miðað við síðustu skoðanakannanir, þar sem öruggur stígandi er í fylgi Sósíalistaflokksins, má gera ráð fyrir að flokkurinn fái kjörna borgarfulltrúa. Um leið er víst að þeir flokkar sem verst láta í kosningum munu beina óþverra spjótum sínum að Sósíalistaflokknum og fólkinu þar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: