- Advertisement -

Sósíalistar vinna á, með 3 menn á þingi

Sósíalistar eru með þingmenn inni samkvæmt febrúarkönnun Gallup og hafa þá mælst með þingmenn í nýjustu könnunum allra könnunarfyrirtækjanna; Galluð, MMR, Maskínu og Zenter. Samkvæmt Gallup sækja sósíalistar á í febrúar eins og Miðflokkur og VG á meðan Samfylkingin tapar, líklega fyrst og fremst vegna átaka borgarstjórans í Reykjavík við láglaunafólkið í borginni.Annars eru niðurstöður Gallup þessar (innan sviga eru breytingar frá kosningum):

Ríkisstjórnin:

Sjálfstæðisflokkur: 22,0% (–3,3 prósentur) 15 þingmenn (–1)
VG: 11,9% (–5,0 prósentur) 8 þingmenn (–3)
Framsókn: 7,0% (–3,7 prósentur) 4 þingmenn (–4)
Ríkisstjórnin alls: 40,9% (–12,0 prósentur) 27 þingmenn (–8)

Stjórnarandstaða I: Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 14,8% (+2,9 prósentur) 10 þingmenn (+3)
Píratar: 10,7% (+1,5 prósentur) 7 þingmenn (+1)
Viðreisn: 10,3% (+3,6 prósentur) 7 þingmenn (+3)

Stjórnarandstaða I samtals: 37,4% (+9,4 prósentur) 24 þingmenn (+7)

Stjórnarandstaða II: Hægri popúlistar

Miðflokkurinn: 14,2% (+3,3 prósentur) 9 þingmenn (+/–0)
Flokkur fólksins: 4,0% (–2,9,5 prósentur) 0 þingmenn (–0)

Stjórnarandstaða II samtals: 18,2% (+0,4 prósentur) 9 þingmenn (–2)

Stjórnarandstaða III: Sósíalistar utan þing
Sósíalistaflokkurinn: 5,0% (+5,0 prósentur) 3 þingmenn (+3)

Líklegasta stjórnarmynstrið er líklega núverandi ríkisstjórn plús Samfylking, Viðreisn eða Miðflokkur.

Eins og sjá má á hreyfingu fylgis þá tapa ríkisstjórnarflokkarnir fylgi til hinnar svokölluðu frjálslyndu miðju annars vegar og sósíalista hins vegar. Aðrar breytingar eru ekki teljandi, Miðflokkurinn nær að til sín hluta af fylgi Flokks fólksins eftir að hafa gleypt tvo þingmenn flokksins.

Varðandi sósíalista er rétt að benda á að það hefur ekki gerst áður að grasrótarhreyfing utan þings mælist á miðju kjörtímabili með nægt fylgi til að tryggja sér þingmenn. Flokkurinn fékk 6,4% fylgi í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2018, fékk meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins, VG og Miðflokkurinn, eftir að hafa ekki mælst í könnunum fáeinum vikum fyrir kjördag.

Það að hafa náð upp að og yfir 5% þröskuldinn hjá öllum könnunarfyrirtækjum gefur vísbendingar um að flokkurinn gæti fengið þó nokkuð meira fylgi út úr kosningum, en smærri framboð utan þings eiga mun greiðari aðgang að kjósendum þá en þegar stjórnmálaumræðan hverfist að mestu um þingstörfin.

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: