- Advertisement -

Spriklandi bull

Hvaða snillingur var það sem mat geymsluþol villtra dýrastofna fyrir sjávarútvegsráðherra – var það kannski maður að nafni Þorsteinn Már?

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Á þeim tímum sem þjóðfélagið glímir við fall í gjaldeyristekjum vegna hraps í tekjum ferðaþjónustunnar, þá dettur sjávarútvegsráðherra í hug að dýpka kreppuna enn frekar.

Sjávarútvegsráðherra hefur veitt heimild til þess að leyfa fyrirtækjum að flytja allt að fjórðung aflaheimilda ársins yfir á næsta fiskveiðiár, sem leiðir af sér að gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna útvegsins verða allt að fjórðungi minni en ella. Ákvörðunin hefur víðtæk áhrif á gjaldeyrisbúskap þjóðarinnar og atvinnustig i landinu. Ekki er því um eitthvert afmarkað mál sem snertir eingöngu ráðuneyti Kristjáns Þórs og nokkur fyrirtæki, heldur þjóðarhag. Ef allt væri með felldu hlýtur reglugerðin að hafi fengið ítarlega umfjöllun í ríkisstjórninni. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um afstöðu annarra ráðherra um málið og þá sérstaklega Sigurðar Inga, sá sem lagði til þá skynsömu tillögu að auka fiskveiðar til þess bregðast við Covid ástandinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem er spriklandi ruglað við tillögu ráðherra, er að hún gengur í berhögg við vistfræðilega lögmál sem eiga við um nýtingu dýrastofna. Villtir dýrastofnar eru ekki bankabók sem hægt að geyma inn á innistæðu (tugþúsunda fiska) til þess að taka út seinna. Nær ómögulegt er að ætla að þetta bókhald gangi upp í reiknisfiskifræðinni sem ástunduð er enn á Hafró, þar sem þá væri stofnunin að fallast á að í góðu lagi verði að veiða langt umfram ráðgjöf á næsta ári.

Hvaða snillingur var það sem mat geymsluþol villtra dýrastofna fyrir sjávarútvegsráðherra – var það kannski maður að nafni Þorsteinn Már?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: