- Advertisement -

Spurningin er hversu afdrifarík þessi orðaskipti og breytingar eigi að vera

Óðinn Jónsson sá vani fréttamaður á ff7.is, settist niður Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra til að ræða við hana um breytt heimsmynd. Hér er stuttur kafli úr þessu fína viðtali:

En þessi staða blasir með ólíkum hætti við einstökum þjóðum. Kanadamenn eru í uppnámi vegna framkomu Trumps og við sjáum ekki fyrir endann á þeirri ólgu. Grænlendingar hafa líka verið vanvirtir. Er ekki vandræðalegt ef Ísland ætlar bara að bíða og sjá til þangað til staðan gagnvart okkar eigin hagsmunum skýrist betur? Verðum við ekki líka að segja eitthvað?

„Við höfum í fyrsta lagi sagst standa með Úkraínu. Við höfum líka sagst mjög ósátt við að tollastríð hefjist. Við höfum sagt að það besta fyrir Ísland, og þau lönd sem við berum okkur saman við, séu frjáls viðskipti. Þetta hefur verið alveg skýrt. Við höfum líka sagt að virða beri alþjóðalög, að fullveldi landa og landamæri beri að virða. Þetta á við um Grænland. Þetta á við um Úkraínu. Við höfum líka sagt að nauðaflutningar á fólki af þeirra landsvæðum, eins og á Gaza, séu óásættanlegir. Þetta sögðu ég og utanríkisráðherra við forsætisráðherra Palestínu. Við höfum sagt ýmislegt.

Það að segjast vilja eiga jákvæð samskipti við einhverja þjóð þýðir ekki að þú samþykkir allt sem að hún gerir. Að sama skapi þýðir það ekki að vera ósáttur við eitthvað sem hún gerir að þú viljir rjúfa sambandið við hana. Ég held að þetta sé ekki þannig að enginn hafi ekki sagt neitt. Spurningin er bara hversu afdrifarík þessi orðaskipti og breytingar eigi að vera til lengri tíma varðandi samband á milli ríkja. Breytingar verða á ríkisstjórnum landa og stefnu þeirra. Þú verður að geta andað í gegnum það – þó að þú mótmælir ýmsu. Það höfum við gert.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: