- Advertisement -

Umboðslausi utanríkisráðherrann

Jæja hér. Vitað er að ekki eru kærleikar milli Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Utanríkisráðherrann á því varla von um stuðning úr eigin flokki. Þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir hafi svipt hann umboði rétt sísona. Þorsteinn Pálsson, sem þekkir betur en flestir aðrir, hvað gerist baka til í stjórnmálunum, skrifar merka grein í Fréttablað dagsins.

Þorsteinn hefur áhyggjur. Og það miklar. Þar sem hugarórar utanríkisráðherrans, um gífurlegar hernaðaruppbyggingar í Helguvík, verða ekki einu sinni rætt í ríkisstjórn sé vörnum Íslands stefnt i mikinn voða. Að nú vá sé fyrir dyrum. Á ábyrgð Katrínar forsætisráðherra.

Er nokkuð í þessu máli. Var ekki rétt hjá Katrínu að sussa á Guðlaug Þór?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þorsteinn Pálsson.
Meginhluta greinar Þorsteins breytt í viðtal. Það er spurningum Miðjunnar er skotið inn í greinina. Það sem haft er eftir Þorsteini er með öllu rétt og er innan gæsalappa.

 „Andstæðingum varnarsamvinnunnar hefur ekki áður tekist að stöðva varnarframkvæmdir þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn. Í því ljósi var þetta frétt um pólitísk vatnaskil í varnarmálum.“

En VG er á móti hernaðarbrölti. Lá það ekki fyrir og hefur alltaf gert?

„Fram til þessa hafa flestir litið svo á að andstaða VG við varnarsamstarfið væri fyrst og fremst táknræn. Í stjórnarsáttmálanum er ekki minnst á neitunarvald. En nú benda frásagnir til þess að neitunarvaldið sé virkt.“

Og hverjar verða afleiðingarnar?

„Standi þessir málavextir óbreyttir geta aðrar þjóðir með réttu litið svo á að VG hafi einnig neitunarvald, ef til þess kæmi að virkja þyrfti ákvæði varnarsamningsins vegna yfirvofandi ógnar. Það myndi setja strik í reikninginn um stöðu Íslands.“

Og eitthvað fleira?

„Óhjákvæmilega vaknar einnig sú spurning hvaða pólitíska umboð utanríkisráðherra hefur eftir þetta í samtölum við Bandaríkin og aðrar bandalagsþjóðir um áframhaldandi þróun varnarsamstarfsins.“

Það er ekkert annað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið í fæturna og heimilað hvaða hernaðarmannvirki sem óskað er eftir. Hefur þetta breyst?

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfsstæðisflokksins.
Þessu geta kjósendur ekki lengur treyst. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn eigi vísan stuðning meirihluta Alþingis í þessu máli kýs hann að láta VG ráða för.
Skjáskot: Víglínan.

„Þessu geta kjósendur ekki lengur treyst. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn eigi vísan stuðning meirihluta Alþingis í þessu máli kýs hann að láta VG ráða för. Það er mikil ábyrgð þegar teflt er um mál, sem snerta öryggi landsins. Til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki litið á varnarmálin sem skiptimynt.“

Má skilja að VG ögri eigin ríkisstjórn, áttu dæmi um það?

„Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá öllum þingmönnum VG um að taka valdið um varnarliðsframkvæmdir frá utanríkisráðherra. Flutningur þess lýsir fádæmalausri ögrun í stjórnarsamstarfi, en virðist þegar hafa haft veruleg óbein áhrif.“

Er þetta ekki bara furðuverk Guðlaugs Þórs, óvissu háð og ekkert hafi komið frá Nató um málið, eða hvað?

„Forsætisráðherra segir hins vegar að Atlantshafsbandalagið hafi ekki rætt við íslensk stjórnvöld um málið. Í því felst býsna þung ásökun um að utanríkisráðherra hafi borið það fram án málefnalegs undirbúnings.“

Er þetta ekki bara eðlilegur endir svona máls, máls sem eflaust ekkert. Ekkert komið frá Nató og óvissan algjör?

„Forsætisráðherra á ekki að ýta málinu út af borðinu nema þjóðaröryggisráð hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé óháð varnarhagsmunum.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: