- Advertisement -

Spyr Sigmund Davíð um atvinnumál

„Já, ég held að ég verði að segja það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon aðspurður hvrot honum þyki ekki nóg að gert í atvinnumálum, en hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi. Þar spyr hann þessara spurninga.

Hverju sætir að þrátt fyrir fjölda ráðherranefnda, ráðgjafarnefnda og starfshópa á vegum ríkisstjórnarinnar fæst enginn slíkur vettvangur við atvinnumál?

Hvað líður vinnu um mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem var langt komin í tíð fyrri ríkisstjórnar?

 

„Það vakti undrun mína, þegar ég skoðaði heimasíðu stjórnarráðsins, að búið er að skipa sennilega sex ráðherranefndir um aðskiljanleg mál, ráðgjafanefndir, sérfræðingahópa, starfshópa án þess að nokkur af þeim fjalli um atvinnumál. Það er mikil breyting frá því sem var í tíð fyrri ríkisstjórnar þegar allra virkasta ráðherranefndin og sú sem hafði hvað mest umleikis var einmitt ráðherranefnd um atvinnumál. Hún vann mikið með aðilum vinnumarkaðarins, skólum og fleiri aðilum að vinnumarkaðs- og atvinnutengdum málum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Steingrímur segist hafa séð ástæðu til að spyrja forsætisráðherra hverju þetta sætir. Steingrímur segist einnig vilja vita hvernig miðar með heildstæða atvinnustefnu til framtíðar. „ Sem við vorum komin vel á veg með. Ég hef lítið af þessu heyrt eftir stjórnaskiptin. Þessir herrar ætluðu að drífa atvinnulífið í gang en þeir sjá ekki ástæðu til að hafa nefnd eða ráðgjafahóp í þessu máli.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: