- Advertisement -

Steindauð ríkisstjórn

Mesta ábyrgð á hvernig er komið fyrir ungum foreldrum ber sá sem blés fastast í lúðrana fyrir síðustu kosningar, Bjarni Benediktsson.  

Ríkisstjórnin virðist eiga það eitt eftir að tilkynna eigið andlát. Uppgjöfin er hið minnsta algjör. Fyrir síðustu kosningar bauð Bjarni allsherjar upp á lágvaxtalandið Ísland. Fólk keypti íbúðir fullt af vissu um að nú væri allt breytt.

Í dag er staðan skelfileg. Í fréttatíma í gærkvöld var viðtal við unga móður. Þau hjónin fá ekki leikskólapláss fyrir barnið sitt. Fæðingarorlofið er á enda. Eina leið þeirra er að annað hætti að vinna og gæti barnsins. Þá þurfa þau að lifa á einum launum, borga af íbúðinni og hvað svo? Afborganirnar eru það háar að lítið sem ekkert verður eftir. Hungurlíf bíður þeirra.

Ungt fólk hefur víst gripið til þess ráðs að flytja burt af landinu. Flýja ástandið sem þeim er boðið upp á. Skiljanlega. Hvað ætli það kosti okkur. Eflaust er fokdýrt að missa ungt fólk til annarra landa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Borgarstjórn er samsek.

Fréttir berast af því að ungir foreldrar annað hvort kjósi að fara til annarra landa og svo hitt, það er að játa sig sigruð gegn ríkisstjórn Íslands og flytja aftur heim til foreldra með barn og maka og leigja íbúðirnar í airbnb.

Ráðaleysi stjórnvalda er algjört.

Borgarstjórn er samsek. Engin leikskólapláss eru sýnileg. Borgin hefur þurft að glíma við myglu í mörgum skólum og leikskólum. Þar er mikil óvissa og mörg verkefni. Sennilega er þetta afleiðing slælegs viðhalds í mörg ár. Hvort sem það er rétt eða ekki er vandinn nánast óyfirstíganlegur.

Mesta ábyrgð á hvernig er komið fyrir ungum foreldrum ber sá sem blés fastast í lúðrana fyrir síðustu kosningar, Bjarni Benediktsson.  

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: