- Advertisement -

Stjórnarandstaðan ástundar upplýsingaóreiðu

Sigurjón Þórðarson, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar þingsins, skrifar:

„Í morgun var haldinn fundur í atvinnuveganefnd þingsins með skattinum og atvinnuvegaráðuneytinu um útreikninga á veiðigjaldinu. Það hefur ekki farið á milli mála að stórnarandstaðan hefur endurvarpað röngum og villandi útreikningum SFS og þá sérstaklega varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Á fundinum í morgun staðfesti skatturinn og ráðuneytið það sem hefur legið fyrir fyrir frá 12 júní þ.e. að skatturin og ráðuneytið eru sammála um að útreikningar stjórnarmeirihlutans séu réttir. Eftir að það kom svæsinn áburður um að ráðuneytið væri að blekkja og reikna veiðigjöldin vísvitandi rangt út þá birti stjórnarráðið sérstaka auglýsingu þann 16 júní, þar sem afstaðan af ítrekuð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á fundinum var sú afstaða ítrekuð og staðfest að þeir útreikningar sem fyrsti minni hluti þ.e. þeir Jón Gunnarsson og Njáll Trausti lögðu fram, væru einfaldlega rangir. Það sem er alvarlegast við það er að þeim mátti vera það ljóst m.a. út frá auglýsingunni frá 16. júní að þeir væru að hafa rangt við.

Það verður fróðlegt fylgjast með því hvort SFS sjái sóma sinn í því að biðja starfsmenn stjórnarráðsins afsökunar á innihaldslausum ásökunum og þá ekki síður hvort það fylgi ekki eitthvert hjáróma bergmál í kjölfarið í sömu átt t.d. frá Jens Garðari.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: