- Advertisement -

Stjórnmálafólk liggur undir grun

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Á meðan íslenskt stjórnmálafólk sannar ekki (t.d. með rannsókn á 50 stærstu útgerðarfélögunum og öllu dótturfélögum þeirra í öllum aflöndum) að það sé ekki á mútum, þá verðum við að ganga út frá því að það sé á mútum. Þannig er staðan eftir Kveik.Hvað vitum við?A. Íslenskir stjórnmálamenn eiga aflandsreikninga. Það kom fram í stikkprufu Panamamálsins að íslenskir stjórnmálamenn eiga líklega heimsmet í aflandsreikningum.B. Kvótagreifar greiða mútur. Það sást í Kveik.C. Kvótagreifar greiða útlendum stjórnmálamönnum mútur til að fá kvóta á hærra verði en þeir fá kvóta frá íslenskum stjórnmálamönnumHvers vegna ættum við að trúa að því að íslenskir stjórnmálamenn, sem eiga aflandsreikninga, þiggi ekki mútur af þekktum mútugreiðendum fyrir að láta þá fá kvóta á enn lægra verði en erlendir stjórnmálamenn treysta sér til eftir að þeir hafa fengið mútur greiddar inn á aflandsreikninga?Þar til stjórnmálafólkið hefur hreinsað sig af grun um að ganga fyrir mútum kvótagreifanna er ekki annað hægt en að ganga út frá því að svo sé. Þannig er það bara.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: