- Advertisement -

Stjórnvöld hlaupa undan ábyrgðinni

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Eftir Hrunið voru um tíu þúsund fjölskyldur sviptar heimilum sínum. Með fjölgun ferðamanna var mikið að íbúðarhúsnæði breytt í gistihúsnæði auk þess sem fólk sem hingað flutti til að sinna láglaunastörfum í ferðaþjónustu ýtti enn frekar undir húsnæðiskreppuna. Þegar loks var farið að byggja, eftir dúk og disk, var fyrst og síðast byggt gistihúsnæði fyrir ferðamenn og svokallaðar lúxusíbúðir fyrir sterkefnað fólk. Þessar byggingar áttu að skapa verktakafyrirtækjum mikinn gróða en eru að breytast í tóm vandræði, ferðamönnum fjölgar ekki lengur og komið hefur í ljós að sterkefnað fólk sem vill búa í blokk er ekki stór kaupendahópur. Það er því komin kreppa í byggingariðnaðinn og nýbyggingum fækkar. Kreppan kom og svipti fólk heimilum sínum, bólan kom og byggði ekkert fyrir fólkið sem var í mestum húsnæðisvanda og nú er stöðnun fram undan. Fólkið sem hefur verið í grimmri húsnæðiskreppu síðan 2011, verir en þekkst hefur í Reykjavík frá stríðslokum, sér því ekki fram á neina lausn næstu fimm til tíu árin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna er þetta svona?

  • 1. Stjórnvöld vernda ekki fjölskyldur fyrir efnahagshruni, láta almenning svíða svo braskarar geti keypt og hagnast af íbúðum þeirra.
  • 2. Stjórnvöld hlaupa frá ábyrgð sinni í húsnæðismálum og flytja skipulag og áætlanir um húsnæðisuppbyggingu yfir á hinn svokallaða markað, sem samanstendur af lóðabröskurum, spákaupmönnum, leiguokrurum og spilavítiskapítalistum.
  • 3. Almenningur hefur ekki enn risið upp og varpað af sér oki auðvaldsins og stjórnmálafólksins sem þjónustar það.
Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: