- Advertisement -

Sturlaður maður skrifar um sturlað kerfi

Gunnar Smári skrifar:

Sturlaður maður skrifar um sturlað kerfi og kemst náttúrlega að því að kerfið sé fagurt og frítt, að frelsishetjurnar góðu hafi barist fyrir sjálfstæði lands og yfirráðum yfir auðlindum hafsins svo við mættum færa bjargir okkar fáeinum, sem síðan arfleiða börnin sín að landinu, miðunum og íbúunum. Þannig er komið fyrir starfi okkar í mörg hundruð sumur, baráttu kynslóðanna við að byggja hér upp sjávarútveg og samfélag, leit þeirra að réttlæti og sanngirni. Þau sem ekki sætta sig við þessa niðurstöðu eru sturluð af öfund, segir hinn sturlaði. Sem án efa hefði afgreitt sjálfstæðiskröfur Íslendinga fyrr á öldum sem öfund út í Dani og þorskastríðin sem öfund út í breskar útgerðir.

Öfga-hægrið á Fréttablaðinu hefur ekki aðeins snúist gegn þjóðinni með nýfrjálshyggju sinni heldur hefur það snúist gegn Íslandssögunni, vill skrúfa ofan af sigrum alþýðunnar og draga hana á eyrunum aftur inn í ófrjálsa vinnumennsku í verbúð erfingjanna af Samherja. Það er sturlað að fólk skuli opna bréfalúgur sínar fyrir þessum blaði, hleypa þessu eitri inn á heimili sín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: