- Advertisement -

Þakkir til Kára og hans fólks

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Vilhjálmur Birgisson.

Það verður að segjast eins og er að Kári Stefánsson hefur reynst íslensku þjóðinni oft á tíðum afar vel.

Eins og öll þjóðin veit þá bauð hann og hans starfsfólk til að skima fyrir Kórónuveirunni og nú liggur fyrir að upp undir 80% af öllum skimunum sem áttu sér stað kom frá hans fólki. Það kom fram í þessum Kastljósþætti að kostnaður sem fyrirtækið lagði til við að skima nemur 3 milljörðum!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er morgunljóst að án aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar hefði ekki tekist eins vel til við að vinna bug á veirunni.

En þetta er ekki það eina sem Kári Stefánsson hefur gert fyrir þjóðina en Íslensk erfðagreining gaf íslensku þjóðinni jáeindaskanna til notkunar á Landspítalanum og ef ég man rétt þá nam sá kostnaður á sínum tíma um einum milljarði.

Ég vil segja við Kára Stefánsson og allt hans fólk, þúsund þakkir fyrir ykkar góða framlag til íslensku þjóðarinnar!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: