- Advertisement -

Bakkavararbræður og ríkidæmið


Gunnar Smári skrifar:

Þótt verðmæti Bakkavarar hafi fallið um helming síðan í febrúar, er enn gott borð fyrir báru hjá þeim bræðrum og braskaravinum þeirra. Þeir keyptu 46% hlut lífeyrissjóðanna í Bakkavör á um 24,5 milljarða króna fyrir fáeinum árum. Þegar félagið var skráð á markað kom í ljós að þetta var fráleitt undirverð. Í febrúar var þessi hlutur orðinn um 64 milljarða króna virði. Þeir félagar höfðu hagnast um rétt tæpa 40 milljarða króna á kostnað íslenskra eftirlaunasjóða. Og þótt verðmæti þessa hlutar hafi fallið um 31,7 milljarð króna síðan í febrúar, eiga þeir Bakkavarabræður og braskfélagar þeirra enn hlut sem er í dag um 7,3 milljarð króna verðmætari en þeir borguðu lífeyrissjóðunum. En svo má vera að þeir hafi selt góðan hlut af þessu og innleyst hagnaðinn og vistað í aflöndum.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: