- Advertisement -

Kalt stríð / Davíð gegn Kína / Maður á mann

Davíð Oddsson hefur gert kenningar Donalds Trump að sínum. Lætur sem hann trúi Bandaríkjaforseta um að Kínverjar hafi skapað kórónuveiruna á tilraunastofu og spreðað henni um heiminn svo Trump verði ekki endurkjöri forseti, eða eitthvað á þá leið.

Kínverjar verjast sem mest þeir geta. Og hafa tíma til. Sendiráð á Kína á Íslandi, eða réttara sagt starfsmenn þess, eru tíðir gestir í umræðuþáttum Moggans þar sem þeir hrekja kenningar ritstjórans úr Skerjafirði.

Í Mogga dagsins er ein grein frá kínverska sendiráðinu. Greinin hefst svona: „Hinn 8. júní var birt í Morg­un­blaðinu rit­stjórn­ar­grein und­ir nafn­inu „Hvers vegna þessi leynd?“ þar sem sett­ar voru fram vanga­velt­ur og gagn­rýni varðandi það af hverju Kína væri að hindra alþjóðleg­ar rann­sókn­ir á upp­runa kór­ónu­veirunn­ar. Mig lang­ar fyr­ir hönd kín­verska sendi­ráðsins að benda á nokk­ur atriði.“

Síðan er kenningar Davíðs og Donalds gagnrýndar. Hver af annarri. Lesendum Moggans er bent á að lesa greinina kínversku, sem endar svona:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Kína hef­ur fært gríðarleg­ar fórn­ir en á sama tíma lagt sitt af mörk­um til að berj­ast gegn veirunni á heimsvísu. Það ætti að virða fram­lag Kína og það ætti ekki að gagn­rýna það og ásaka án nokk­urra raka. Kína kall­ar eft­ir því að alþjóðasam­fé­lagið standi sam­an og hafni for­dóm­um og hroka og hafni öll­um til­raun­um til að finna söku­dólga og annað sem er notað til að slá póli­tísk­ar keil­ur, og standi sam­an gegn for­dóm­um og ásök­un­um í póli­tísk­um til­gangi. Með því að gera það mun­um við sjá að andi ein­lægni, sam­vinnu, ábyrgðar og staðfestu mun leiða ein­stak­linga og þjóðir frá öll­um heims­horn­um til sig­urs gegn far­aldr­in­um.“

Skoðanabræðurnir Davíð og Donald munu halda áfram. Svo mikið er víst.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: