- Advertisement -

Hugmyndafræðilegur ofstopi

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar:

Þröstur Ólafsson.

Í miðju veirustríðinu hefur dómsmálaráðhera ekkert gagnlegra að gera en leggja fram frumvarp um að opna fyrir áfengissölu á netunu. Leggur þetta fram meðan allir eru með hugann við að ráða niðurlögum veirunnar. Það er stórmannlegt. Hér er á ferð ágætt dæmi um hugmyndafræðilegan ofstopa, þar sem hugmynd sem sótt er í fræðslubanka nýfrjálshyggjunnar leggur skynsemina að velli. Ég fullyrði að ástand áfengismála er hérlendis til mikillar fyrirmyndar, bæði öndvegis úrval, þétt dreifingarnet um landið en ekki hvað síst vernd ungmenna, sem er stórvandamál víða erlendis, þar sem aðgengi að áfengi er auðveldara en hér. Hver tilgangur frumvarpsins er í reynd getur ekki verið annar en að auðvelda enn frekar aðgang að áfengi þar á meðal ungmenna. Mig grunar þó að sá fiskur liggi undir þessum steini að höggva eitt skarð í einkasölu ríkisins á áfengi. Vona ráðherra fái ekki fulltingi þingmanna til þessa óþrifaverks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: