- Advertisement -

Styrkja stöðu gjaldheimtumanna

Neytendur Ögmundur Jónasson alþingsimaður gerir innheimtu af ferðamönnum að umtalsefni á heimasíðu sinni og skýtur hörðum skotum að stjórnvöldum.

„Annað hvort eru þeir latir og hafa ekki nennt að lesa lögin eða þeir hafa lesið þau og séð það sem hverju barni má ljóst vera, að gjaldtaka í ábataskyni er ólögleg. Eða að með tómlæti og aðgerðarleysi vilji ráðherrar styrkja stöðu gjaldheimtumanna og þá veikja almannarétt að sama skapi. Margt þykir mér benda til að svo sé.“

Ögmundur er ekki sáttur með framgöngu ferðamálaráðherrans, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, „…sagði í fréttum í vikunni að gjaldtaka við Námaskarð og Leirhnjúk hefði komið sér á óvart.“

Þetta þykir Ögmundi undarleg yfirlýsing í ljósi þess hvernig „landeigendur“ hafa talað. „Sami ráðherra hefur einnig sagt að gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi hafi gengið prýðilega vel! Ekki var það síður undarleg yfirlýsing í ljósi þess að gjaldtakan er ólögleg.
Aðrir ráðherrar segja að gera þurfi lagalega úttekt á málinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ögmundur vísa til frétta dasgins og segir:Í dag má lesa í fjölmiðlum að Umhverfisstofnun telji gjaldtöku við Kerið í Grímsnesi ólöglega en til greina komi að semja við landeigendur til að gera þjófnaðinn löglegan. Til sanns vegar má færa að þá ætti hugtakið þjófnaður ekki lengur við í lagalegum skilningi þess orðs en slík ráðstöfun myndi hins vegar bíta höfuðið af skömminni og færa okkur endanlega heim sanninn um að þessi ríkisstjórn er í alvöru að skapa „landeigendum“ hefðarrétt til hagnast persónulega á náttúrugersemum náttúru Íslands.“
Ögmundur heldur áfram og segir: „Þegar ríkisstjórnin kallaði þing saman  sl. miðvikudag til þess að setja lög á vélvirkja notaði ég tækifærið til að vekja athygli á því að sama ríkisstjórn og þættist vera að verja almannahag með lögum á verkfall styddi hóp stigamanna sem hefði fé af ferðamönnum eins og dæmin sanna. Innanríkisráðherra sem jafnframt fer með dómsmál, kvaðst myndu láta skoða lögin þegar hún var innt eftir því hvers vegna lögreglan aðhefðist ekki til að stöðva þjófnaðinn. Að mínu mati þyrfti sú lagaskoðun ekki að taka mikið meira en tíu mínúntur!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: