- Advertisement -

Súra íslenska rjómatertan

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Svarið við þeirri spurningu er annað hvort að íslenski rjóminn sé gallsúr af spillingu eða þá einfaldlega svo lafhræddur við stóru peningana á Íslandi.

Jóhannes Stefánsson fékk í liðinni viku höfðinglegar móttökur frá rjómanum af sænsku þjóðlífi, þegar hann veitti móttöku WIN WIN Gothenburg Sustainability Award 2021, viðurkenningu fyrir uppljóstranir um stórfellda spillingu og mútugreiðslur Samherja til namibískra stjórnmálamanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ráðherrann Lena Micko sem fer með málefni opinberrar stjórnsýslu í Svíþjóð afhenti verðlaunin og sænskir þingmenn þökkuðu Jóhannesi fyrir hetjulega baráttu. Sama mátti segja um lærða prófessora úr sænsku háskólasamfélagi, fulltrúa frá baráttusamtökum gegn spillingu og einn æðsta yfirmann alþjóðasviðs sænska viðskiptaráðsins.

Man einhver eftir því að íslenskur ráðherra eða prófessor í t.d. stjórnmálafræði í HÍ, hafi þakkað Jóhannesi fyrir að hafa ljóstrað upp um spillinguna? Ekki man ég til þess og enn síður að einhver fulltrúi í Samtökum atvinnulífsins eða Viðskiptaráði hafi gert sig líklegan til þess.

Það er vert að velta því upp hvers vegna rjóminn úr íslensku þjóðlífi veigrar sér við að standa með þeim sem hafa lagt allt undir í baráttu gegn spillingu – Svarið við þeirri spurningu er annað hvort að íslenski rjóminn sé gallsúr af spillingu eða þá einfaldlega svo lafhræddur við stóru peningana á Íslandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: