- Advertisement -

Svandís kláraði innistæðuna á svipstundu

Mesta asnapriki síðustu ára er hvergi fagnað. Nema ef vera vildi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
-sme

Svandís virtist staðföst og ákveðinn þegar hún setti bann á hvalveiðar. Engu breytti þó þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Villi Birgis yrðu æfir. Svandís hafði kastað líflínu frá sökkvandi flokki og til umhverfissinna sem eru og voru á móti hvalveiðum.

Svandís stóð fast á sínu. Og fékk lof fyrir. Vinstri græn komust á hæga siglingu. Andstaða í þinghópi sjálfstæðismanna jókst og jókst. Svandís var flott. Lét sem ekkert gæti hrakið hana frá hvalveiðibanni. Þar til hún varð að ákveða hvort Kristján Loftsson fengi að veiða og þingmenn Sjálfstæðisflokks gætu fagnað sigri í deilunni.

Svandís gafst upp. Heimilaði hvalveiðar. Umhverfissinnar sem fyrir fáum vikum hrifust af Svandísi er nú landlausir á ný. Allt klappið og allur fögnuðurinn hefur þagnað. Velvildin sem Svandísi hafði áunnið sér er nú fyrir bí.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svandís situr nú aftur í rústum eigin flokks. Mesta asnapriki síðustu ára er hvergi fagnað. Nema ef vera vildi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Svandís hefði betur sagt í vor að lokinni hvalvertíð yrðu engin ný veiðileyfi gefin út. Það hefði verið staðfesta. Leiðin sem hún valdi er svo galin að varla þekkist annað eins. Sigurvegararnir eru Sjálfstæðisflokks og Villi Birgis á Akranesi.

Svandís og hennar fólk sleikir sárin.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: