- Advertisement -

SYNDAREGISTUR STJÓRNAR GAGNVART ÖRYRKJUM ORÐIÐ LANGT!

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson heldur áfram að benda á það sem miður hefur farið. Hér eru nýjustu skrif hans:

Afbrot stjórnvalda og TR gagnvart öryrkjum ætlar engan endi að taka. Í dag líta þau svona út:

1. Loforð við öryrkja um að afnema krónu móti krónu skerðingu í kerfi almannatrygginga svikið í rúm 2 ár (af 3 stjórnum og TR).
2. Stjórn ÖBÍ beitt þvingun og og ofbeldi í framangreindu máli og reynt að þvinga ÖBÍ til þess að samþykkja starfsgetumat. Ólöglegar starfsaðferðir.
3. Ný lög frá alþingi um að hætta eigi að skattleggja uppbætur á lífeyri öryrkja, uppbætur vegna reksturs bifreiða og aðrar uppbætur til öryrkja hundsuð. Lögin áttu skv. afgreiðslu alþingis að taka gildi 1. jan 2019 en framkvæmd hefur verið frestað fram í febrúar. Með því er framið lögbrot og níðst á öryrkjum allan janúar mánuð og kjör þeirra skert.
4. Upplýst af umboðsmanni alþingis og velferðarráðuneyti að öryrkjar hafa verið hlunnfarnir um marga milljarða undanfarin 10 ár (5-6 milljarða) og jafnvel lengur vegna rangrar framkvæmdar búsetuskerðinga (vegna búsetu öryrkja erlendis).

Stjórnvöld hafa reynt að „versla“ við stjórn ÖBÍ um réttindi öryrkja,hafa boðið öryrkjum kjarabætur gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat! Þetta upplýsti formaður ÖBÍ í viðtali við Hringbraut skömmu eftir að hún tók við formennsku. Vegna stöðugra þvingana og ofbeldis stjórnvalda hefur hún eðlilega ekki endurtekið þessar upplýsingar um vinnubrögð stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru áreiðanlega einsdæmi á vesturlöndum. Það þarf að leggja þau fyrir dómstól Evrópuráðsins og fá þeim hnekkt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: