- Advertisement -

Sýndarviðskipti með kvóta

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er Kristján HF100, krókaaflamarksbátur í eigu Fiskvinnslunnar Kambs, sem aftur er í eigu Brims-samstæðunnar.

Krókaaflamarkið er sérkerfi innan kvótakerfisins til að vernda smábátaútgerð, handfæra- og línuveiði. Meðan smærri útgerðir voru innan heildarkerfisins liðu aðeins fáein ár frá frjálsa framsalinu þar til svo til allur kvóti smábáta hafði verið keyptur upp og fluttur yfir á togara og stærri báta. Því var búið til sérstakt krókaaflamark, lokað kerfi til að passa upp á að kvóti smábáta haldist innan smábátaútgerðar.

Þetta hefur gengið svona og svona. Innan krókaaflamarksins hafa myndast stórútgerðir og þær hafa þrýst á að viðmiðunarstærðir bátanna verði færð út til að koma stærri bátum inn í þetta kerfi. Og innan kerfisins hefur orðið umtalsverð samþjöppun. Stór hluti krókaaflamarksins er á höndum fárra stórra fyrirtækja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

732 tonn af þorskkvóta er ansi vænn skammtur.

Og kerfið lekur. Það er hægt, með blessun Fiskistofu, að flytja kvóta út úr krókaaflamarksins í aflamark stærri báta.

Brim-samstæðan á Kamb sem á Kristján HF100. Um daginn flutti fyrirtækið 732 tonn af þorski frá Kristjáni HF100 inn á skipimarkað Fiskistofu þar sem fékkst 1.066 tonn af loðnu fyrir þenna þorskkvóta. Magnið af kvóta Kristjáns sýnir að inn í krókaaflamarkinu eru ekki bara trillur og smábátar. 732 tonn af þorskkvóta er ansi vænn skammtur.

Það sem vekur athygli við þessi viðskipti er að það er ekki fræðilegur möguleiki að veiða loðnu á krókabát. Loðna er ýmist veidd í nót- eða flotvörpu og Kristján HF100 ræður við hvorugt.

Hitt er hlutfallið, að hægt sé að borga 732 tonn af þorskkvóta með 1066 tonnum af loðnukvóta. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hefur kílóið af þorskkvóta verið leigt á um 270,25 kr. að meðaltali það sem af er þessu ári. Markaðsvirði á leigu á 732 tonnum af þorskkvóta er því um 197,8 m.kr. Yfir sama tímabil hefur meðalverð á leigu á loðnukvóta verið 97,91 kr. kílóið. Markaðsvirði á leigu á 1066 tonnum af þorskkvóta er því um 104,4 m.kr. Með því að borga fyrir 732 tonn af þorski með 1066 tonnum af loðnu er því verið að greiða rétt rúmlega hálfvirði fyrir þorskinn, sé miðað við leiguverð. Ætla má að hlutfallið sé svipað í varanlegri sölu en upphæðirnar margfalt hærri.

Þetta er kannski ekki gott dæmi þar sem viðskiptin milli Kristjáns og Víkings er inn í þessum tölum. Við þurfum að fara aftur til 2016 til að finna einhver viðskipti með loðnukvóta að ráði, en loðnuveiðar hafa legið niðri undanfarin ár. Það ár var meðalverð á leigu á þorskkvóta 227,29 kr. á kíló og 16,81 kr. á kíló af loðnukvóta. Sé miðað við þær tölur þá var greitt fyrir þorskkvóta Kristjáns með verðmætum sem eru aðeins 10,8% af markaðsvirðinu. Og Fiskistofa sjálf gefur út að verðmæti loðnukvóta sé um 0,13 á móti verðmæti 1,00 í þorskkvóta. Samkvæmt þeim mælikvarða var þorskurinn fluttur frá Kristján yfir á Víking á 19% með greiðslu sem er aðeins 19% af verðmætinu.

Það er því augljóst að þessi viðskipti eru sýndarmennska. Bæði er virðið allt of allt of lágt og greiðslueyririnn nýtist seljandi ekki neitt.

Þetta er aðeins eitt dæmi þess að stórútgerðin gerir meira og minna það sem hún vill innan kvótakerfisins. Og opinberar stofnanir sem eiga að verja yfirlýst markmið kerfisins þjóna þeim frekar en að standa gegn þeim, þegar þær mylja sífellt stærri hluta kvótans undir sig.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: