- Advertisement -

„Það er dauðans alvara að grotna niður á biðlistum“

Svandís Svavarssdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson.

Er búið að fella á brott hluta af lögum um réttindi sjúklinga vegna Covid-19? Það er verið að koma í veg fyrir að fólk deyi af völdum Covid-19 veirunnar, en hvað ef það deyr svo vegna aðgerðaleysis? Það er dauðans alvara að grotna niður á biðlistum eftir að komast í hjarta- eða æðaaðgerð eða liðskiptaaðgerð,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins.

„Spurningin er hvað hægt er að gera og hvað heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin eru að gera í biðlistamálum. Hvað hefur fjölgað mikið á biðlistum eftir skurðaðgerðum? Hversu alvarleg er staðan hjá þeim sem bíða í þessum biðsal dauðans, sem borða óhugnanlega mikið af lyfjum, ekki síst rótsterkum ávanabindandi verkjalyfjum? Hvað um aðgerðir hér innan lands? Það á að nýta alla aðgerðarstofur sem lausar eru til að stytta biðlistana og koma þar með þessum hópi svo fljótt sem auðið er úr þessu ómannúðlega biðlistakerfi.“

„Við vitum ekki enn þá hvaða áhrif þetta aðgerðahlé hefur haft á biðtímann en embætti landlæknis hefur verið beðið sérstaklega um að taka stöðuna,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

„Við þurfum m.a. að horfa til þess sem þingmaður nefnir hér, þ.e. vanda sem kann að hafa safnast upp á meðan á þessu óvenjulegu ástandi stóð. Ég vil minna háttvirtan þingmann á það að enn þá er neyðarstig almannavarna í gildi í landinu,“ sagði Svandís.

„En í framhaldi af því þá spyr ég hvað við ætlum við að gera þegar við sjáum að á biðlistunum er kominn nokkuð stór hópur af einstaklingum sem er kominn með rétt til þess að fara erlendis í aðgerðir. Hvernig ætlum við að taka á því? Þessir einstaklingar geta ekki nýtt þennan rétt. Ég spyr: Hvað verður gert fyrir þetta fólk? Verður séð til þess að þeir fái þessar aðgerðir innan lands? Það væri auðvitað langbest vegna þess að hér er hægt að gera liggur við þrjár aðgerðir fyrir hverja eina þannig að við myndum spara mikinn pening á því.“

Hvernig ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra leysa þetta?

„Það er líka rétt sem kemur fram í máli háttvirts þingmanns að það fer enginn utan, a.m.k. ekki eins og málin standa núna þessar vikurnar og til þess þarf að taka tillit,“ sagði Svandís.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: