- Advertisement -

„Það er einfaldlega ósatt“

Þá væri minna um þennan mengandi iðnað.

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

Örstutt um rökin fyrir því að nota íslenska hreina orku til þess að stunda mengandi iðnað. Rökin eru nokkurn vegin svona:

„Það væri miklu verra ef þessi mengandi iðnaður yrði rekinn á óumhverfisvænni orku annars staðar í heiminum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svarið við þessum rökum er, nei. Það er einfaldlega ósatt. Ef eitthvað þá væri minna um þennan mengandi iðnað ef hann þyrfti að vera annars staðar þar sem minna væri um umhverfisvæna orku. Rökin fyrir því eru eftirfarandi:

– Ef við værum ekki með þennan mengandi iðnað, þá værum við samt með orkuna okkar. Við gætum notað hana í umhverfisvænni tilgangi sem er akkúrat eins og er rekinn á óumhverfisvænni orku annars staðar. Heildarútkoman, umhverfislega, væri í það mesta sú sama.
– Með því að sinna frekar umhverfisvænum iðnaði, þá væri sá iðnaður samkeppnishæfari og gæti eflst meira en hann gerir núna á óumhverfisvænu orkunni. Heildarútkoman, umhverfislega, væri meiri umhverfisvænn iðnaður.

Takk fyrir, vinsamlegast aldrei nota þessi rök um að einhvers staðar verða vondir að vera. Þeir geta alveg eins verið annars staðar og það væri jafnvel betra fyrir alla.

Fengið af Facebooksíðu þingmannsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: