- Advertisement -

Það eru lög til um ráðherraábyrgð

 Björn Leví er í hópi þeirra sem undrast svör Katrínar Jakobsdóttur um þátttöku Bjarna Benediktssonar í viðskiptalífinu og afleiðingar þess alls.

Björn Leví skrifar:

„Einmitt, það skiptir engu máli að fjármálaráðherra gerði það sem nú er ólöglegt bara af því að það var ekki ólöglegt þá … aðallega af því að stjórnir trássuðu að setja sömu lög og önnur lönd. /kaldhæðni.

En ef það skiptir ekki máli, skiptir þá ekki máli þegar Bjarni faldi skýrslur fyrir almenningi? Skýrslur sem innihéldu upplýsingar sem vörðuðu almannahag, skýrslur sem innihéldu upplýsingar um málefni sem tengdust viðskiptaháttum hans sjálfs og málefni sem urðu til þess að boðað var snemma til kosninga.

Það eru lög til um ráðherraábyrgð. Hvernig getur það túlkast annað en misbeiting á valdi að fela þessar skýrslur?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: