- Advertisement -

Þakkar Evrópusambandinu

Úlfar Hauksson skrifar:

Nú er ég búinn að fá skammt af bóluefninu Fæser. Af því tilefni vil ég þakka Evrópusambandinu (ESB) fyrir farsælt og gott samstarf í öflun og dreifingu bóluefnis til almennings á Íslandi. Jafnframt má þakka Norðmönnum fyrir að láta okkur í té bóluefni (AZ) sem þeir töldu sig ekki hafa þörf fyrir. Síðast en ekki síst ber að þakka starfsfólki á vettvangi bólusetningar fyrir framúrskarandi fagleg vinnubrögð. Nú í byrjun maí er búið að bólusetja hér á landi með um 150 þúsund skömmtum. Þann árangur má fyrst og fremst þakka áðurnefndu samstarfi við ESB (norsku aukaskammtarnir koma væntanlega einnig í gegnum það samstarf þar sem Norðmenn eru aðilar að því eins og við). Án þess eru allar líkur á að staðan hér á landi væri ekki jafn góð hvað bólusetningar varðar og raun ber vitni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: