- Advertisement -

Þann 7. júní 2012 fór fram mjög sérkennilegur útifundur á Austurvelli

Í krafti rándýrra auglýsinga í fjölmiðlum er gerð tilraun að hafa áhrif á skoðanir almennings, en án árangurs.

Hrafn Magnússon.

Hrafn Magnússon skrifar:

LÍÚ, Landssamband íslenskra útvegsmanna nú SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, fyrirskipaði að sigla togurum til Reykjavíkur og mótmæla hækkun veiðigjalda. Áhöfnum skipanna var einnig fyrirskipað að taka þátt í mótmælum útgerðarmanna. Þetta verður væntanlega í eina skiptið sem mótmælendur koma saman á Austurvelli á fullu kaupi.

Í frétt RÚV segir m.a. Um þennan dæmalausa útifund:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Á mótmælafundi LÍÚ á Austurvelli í gær var klappað og púað á víxl. Útvegsmenn mótmæltu frumvörpum ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld og breytingar á kvótakerfinu. Á fundinn mætti líka stór hópur fólks sem sýndi samstöðu með frumvörpum stjórnvalda og á Alþingi í morgun sagði Ólína Þorvarðardóttir að á þá rödd beri mönnum að hlusta. „Rödd LÍÚ hefur ómað hér í áróðurs-auglýsingum, á áróðursfundum í ljósvakamiðlum undanfarin þrjú ár og hefur yfirskyggt í raun og veru allan annan málflutning í þessari umræðu. Núna fengu Alþingismenn að heyra hina röddina, hún er hávær, hún er sterk og á hana ber að hlusta.“

Allt er nú 13 árum síðar með svipuðu sniði hjá útgerðarmönnum. Í krafti rándýrra auglýsinga í fjölmiðlum er gerð tilraun að hafa áhrif á skoðanir almennings, en án árangurs. Þá er bara eitt eftir að sigla skipunum aftur til Reykjavīkur og efna til mótmælafundar á Austurvelli gegn hækkun veiðigjaldanna. Varla er það þó raunhæft eftir sneypuförina í júní 2012.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: