- Advertisement -

Þannig skrifaði Katrín

Inga Sæland:

Svona ritar hæstvirtur forsætisráðherra þjóðarinnar fyrri part ársins sem hún tók við embættinu. Hvað hefur hún gert fyrir þá verst settu á kjörtímabilinu?

„Við eigum tölur um fátækt. Meðal annars nýlegar tölur frá Unicef á Íslandi að 9,1% barna á Íslandi líði skort, einkum þegar kemur að húsnæði. Þetta eru um 6000 börn og þar af líða um 1600 börn verulegan skort. Stór hluti þessara barna býr við óöruggt húsnæði, heldur ekki upp á afmælið sitt, stundar ekki tómstundastarf og þannig mætti lengi telja. Fátæktin stelur draumum og vonum þessara barna eins og 12 ára drengur á höfuðborgarsvæðinu orðaði það.

En við eigum fátækt fólk í öllum aldurshópum – þar nægir að horfa á tölur um lægstu laun, örorkubætur og ellilífeyri og bera þær saman við framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins. Þar sést berlega að af þessum lægstu greiðslum er vandlifað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: