- Advertisement -

Þarf ríkisstjórnin samþykki SFS?

„…lítið meira að gera heldur en eitthvað snurfus.“

„Með nýrri ríkisstjórn, sem er hin gamla ríkisstjórn, verður litlu breytt. Starfshópur skipaður og ekki einu sinni komið á hreint hvort það eigi að vera þverpólitískt starf, hvort það eigi að leyfa öðrum sjónarmiðum að koma að borðinu. Það verður ekkert ákveðið fyrr en búið er að fara niður í Borgartún 35 og spyrja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hvað þau vilja. Svo verður málið fyrst metið. Það er nú allur metnaðurinn,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á Alþingi.

„Núna er þjóðarbúið í heild sinni blessunarlega að detta í lukkupottinn þegar við sjáum fram á mikla loðnugengd. Bræðslurnar, útvegsfyrirtækin, uppsjávarfyrirtækin geta sem betur fer haldið út á miðin og náð í verðmæti fyrir þjóðarbúið en um leið eru þau ekki í sama mæli að greiða fyrir þessi einkaafnot af auðlindinni eins og þeim ber. Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni, að sjá það ár eftir ár og núna með þessa ríkisstjórn að það á í rauninni lítið meira að gera heldur en eitthvað snurfus,“ sagði hún.

Hún boðar aðhald frá Viðreisn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við í Viðreisn munum halda ríkisstjórninni við efnið. Við munum halda áfram, aftur og aftur, að spyrja þessara spurninga, vekja athygli á ýmsum þáttum sem tengjast sjávarútvegi, bæði jákvæðum en líka þeim sem betur mega fara. Við munum halda áfram að biðja um skýrslur og passa upp á að það sé ekki setið á þeim og benda á það sem hefur verið breytt til þess að fela eitthvað. Við munum halda áfram að gera þetta eins og við gerðum allt síðasta kjörtímabil.“

Þorgerður sagðist vera að flytja sama frumvarpið í þriðja eða fjórða sinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: