- Advertisement -

Þeir vanmátu kjósendur -SDG ekki

Styrmir Gunnarsson er góður gluggi inn í hugarfar Valhellinga. Hann skrifar pistil með fyrirsögninni: „Að vanmeta kjósendur getur orðið örlagaríkt“

Hann leggur þar út frá skoðanakönnun MMR, en samkvæmt henni er Miðflokkurinn orðinn annar stærsti stjórnmálaflokkurinn og nálgast fallandi Sjálfstæðisflokk.

„Fáir hefðu trúað því, þegar svonefnt Klaustursmál kom upp, að framvinda mála yrði slík en það blasir við hvað valdið hefur þessari þróun,“ skrifar Styrmir og það eru svo sannanlega orð að sönnu.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Styrmir Gunnarsson:
Á það var heldur ekki hlustað.

En Styrmir, hver er skýringin á fylgissveiflunum? „Það eru umræðurnar um þriðja orkupakkann. Úr öllum áttum dundu á Framsóknarmönnum ábendingar og aðvaranir um það hvað gæti gerzt, ef Framsókn léti Miðflokknum eftir þetta tækifæri. Á það hlustaði forystusveit Framsóknarflokksins ekki. Á sama tíma var forystusveit Sjálfstæðisflokksins vöruð við að svipað gæti gerzt meðal fylgismanna flokksins. Á það var heldur ekki hlustað.“

Þessi trúum við heilshugar. En staða valdaflokksins mikla, Sjálfstæðisflokksins.

„Staðan í fylgiþróun Sjálfstæðisflokksins í könnunum blasir við en hitt er alveg nýtt hversu mikið umtal er manna á meðal innan flokksins um úrsagnir úr flokknum og að nafngreindir einstaklingar hafi yfirgefið flokkinn og að þar hafi orkupakkamálið verið kornið, sem fyllti mælinn. Um þetta á það sama við innan Sjálfstæðisflokksins og innan Framsóknar að á slíkar aðvaranir er ekki hlustað – þótt forystusveitin taki að vísu fram að hún hlusti. Þetta vanmat á kjósendum getur orðið örlagaríkt.“ skrifar Styrmir Gunnarsson.

Byggt á grein Styrmis Gunnarssonar á styrmir.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: